Biblían

Píetamessa 10. sept. kl. 20

Píetamessa er yfirskrift á helgistund í Keflavíkurkirkju sunnudagskvöldið 10. sept. kl. 20. Við tileinkum stundina viðfangsefni Alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna. Jónína Guðbjörg Jónsdóttir deilir reynslu sinni. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, organista. Sr.Erla Guðmundsdóttir og sr. Fritz Már Jörgensson þjóna.

By |2023-09-05T13:11:40+00:005. september 2023 | 13:11|

U2-messa á Ljósanæturhátíð 3. sept. kl. 20

Við búum í landi veðra og vinda. Það mun sannarlega blása heilögum anda um kirkjugesti við lok Ljósanæturhátíðar þegar Kór Keflavíkurkirkju, ásamt hljómsveit, flytur U2-messu undir stjórn Arnórs organista. Kórmeðlimir hafa samið nýja texta með trúarlegu ívafi og organistinn á allar útsetningar. Velkomin í Keflavíkurkirkju sunnudagskvöldið 3. sept kl. 20

By |2023-09-01T12:20:25+00:001. september 2023 | 12:19|

Staða kynningar- og þjónustufulltrúa við Keflavíkurkirkju laust til umsóknar

Staða kynningar- og þjónustufulltrúa við Keflavíkurkirkju Laus er til umsóknar 75% staða kynningar- og þjónustufulltrúa við Keflavíkurkirkju, Kjalarnesprófastsdæmi.  Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið og verkefni: Umsjón með kynningarmálum Keflavíkurkirkju m.a. á samfélagsmiðlum, heimasíðu og öðrum fjölmðlum. Utanumhald og þátttaka í athöfnum og viðburðum í kirkjunni. Umsjón með starfi sjálfboðaliða og hópa [...]

By |2023-05-24T11:39:22+00:0024. maí 2023 | 11:39|

Dymbilvika og páskahátíð í Keflavíkurkirkju

Skírdagskvöld 6. apríl kl. 20 Fyrir öldum og árþúsundum settust vinir við borð og snæddu saman merkrilegar máltíðar sem við minnumst er við göngum til altaris að kvöldi skírdags undir taisesálmasöng. Við lok messunnar verður altarið afskrýtt og á það lagðar 5 rósir sem tákn um sármerki Krists. Föstudagurinn langi 7. apríl kl. 14 „Guð [...]

By |2023-04-05T09:41:47+00:005. apríl 2023 | 09:41|

Sunnudagaskóli og Sálumessa 2. apríl kl. 11 og 17

Pálmasunnudagur 2. apríl kl. 11 Sunnudagaskóli í höndum Marínar Hrundar, Helgu og Grybos. Þau segja biblíusögu, leiða bæn og söng og brúður koma í heimsókn. Pálmasunnudagur 2. apríl kl. 17 Kórar Grindavíkur- Keflavíkur- og Víðistaðakirkju sameinast í flutning á sálumessu Gabriel Fauré. Stjórnun og hljóðfæraleik annast kantorarnir; Arnór Vilbergsson, Kristján Hrannar Pálsson og Sveinn Arnar [...]

By |2023-03-27T08:50:29+00:0027. mars 2023 | 08:50|

Messa og sunnudagaskóli 19. mars kl. 11

Sunnudagur 19. mars kl. 11  Í messu þessa dags syngja kórfélagar undir stjórn Arnórs organista. Messuþjónar eru Halldóra Steina og Helgi Viðar. Sr. Erla þjónar. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í höndum Marínar, Helgu og Grybos sem bjóða upp á biblíusögu, bænir, brúður og söng. Fermingarforeldrar reiða fram súpu og brauð.

By |2023-03-17T15:40:29+00:0017. mars 2023 | 15:40|
Go to Top