Við helgihald í Keflavíkurkirkju mætast fornir helgisiðir kirkjunnar og nýsköpun sem hæfir samtímanum.
Boðið er upp á fjölbreytta guðsþjónustu í bland við hina sígildu messu.
Sunnudagsguðsþjónusta
Ungir sem aldnir koma saman í kirkjunni kl. 11:00 á sunnudögum þegar hringt er til guðsþjónustu. Að messu lokinni elda sjálfboðaliðar súpu fyrir gesti.
Kvöldguðsþjónusta
Til viðbótar morgunmessum fara guðsþjónustur fram að kvöldi til af ýmsu tilefni. Má þar nefna yfir hátíðar og á dymbilviku. Þá hefur kvöldmessan, Keflavíkurkirkja 1915 öðlast fastan sess í helgihaldinu en hún fer jafnan fram í byrjun júní og hefst kl. 19:15.
Æðruleysismessur
Æðruleysismessur eru haldnar fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði kl.20.00 yfir vetrartímann. Æðruleysismessur eru miðaðar að þeim sem stunda einhverskonar 12.spora vinnu.
Hátíðarguðsþjónusta
Hátíðarguðsþjónusta fer eðli málsins samkvæmt fram á helstu hátíðum kirkjuársins, jólum og páskum. þegar mikið stendur til í kirkjunni.
Kyrrðarstundir
Á miðvikudögum eru kyrrðarstundir í Keflavíkurkirkju og hefjast þær kl.11.30. Þá safnast fólk saman til bænar og íhugunar ritningartexta. Að samveru lokinni eru veitingar í boði í safnaðarheimili gegn vægu gjaldi.
Kyrrðarbæn
Kl.12 – 12.50 á mánudögum er kyrrðarbæn í kapellu vonarinnar. Gott að mæta 5.mínútum fyrr. Kyrrðarbænin varir í ca 30-50 mínútur, þar sem við sitjum saman og farið er með hugleiðingi og þögula bæn og leitum inn á við.
Helgistundir á stofnunum