Við búum í landi veðra og vinda.
Það mun sannarlega blása heilögum anda um kirkjugesti við lok Ljósanæturhátíðar þegar Kór Keflavíkurkirkju, ásamt hljómsveit, flytur U2-messu undir stjórn Arnórs organista.
Kórmeðlimir hafa samið nýja texta með trúarlegu ívafi og organistinn á allar útsetningar.
Velkomin í Keflavíkurkirkju sunnudagskvöldið 3. sept kl. 20