Fermingarfræðslan er í höndum presta, djákna, organista og æskulýðsfulltrúa Keflavíkurkirkju.

Fræðslustundir fara fram á miðvikudögum í kirkju og Kirkjulundi, safnaðarheimili kirkjunnar.

Vakin er athygli á miðvikudeginum 3. nóvember þá mæta öll börn kl. 17:30 og safna fyrir Hjálparstarfi kirkjunnar.

Miðvikudagar

  • Heiðar- og Myllubakkaskóli           Kl. 15:10
  • Holtaskóli                                      Kl. 16:00

 

 

Fræðsluefni verða sem hér segir:

September

15. sept.              Samhristingur með ratleik, söng og pizzum.

20.-22. sept.      Vatnaskógur. Trú og efi, Biblían, bænin, Jesús, boðorðin, trúarjátning og söngur.

29. sept.             Heiða djákni segir frá kærleiksþjónustu. Söngstund með Arnóri organista.

Október

6. okt.                  Biblíusagan Miskunnsami Samverjinn með eineltisvinkli.

13. okt.                Biblíusagan Talenturnar.

20. okt.               Kristín Ólafsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar kynnir starfið og söfnunarverkefnið.

27. okt.                Biblíusagan Hvar eru hinir níu.

 

Nóvember

3. nóv.                 Söfnun fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Öll fermingarbörn mæta kl. 17:30.

10. nóv.               Biblíusagan Þinn minnsti bróðir og skósmiðurinn Panov.

17. nóv.                Tákn, saga og merking aðventunnar.

24. nóv.               Jólaguðspjallið og jólahátíðin.