Sunnudagaskóli

Sunnudagaskólinn í Keflavíkurkirkju hefst að jöfnuðu sunnudaginn eftir Ljósanótt og er alla sunnudaga kl. 11 yfir vetrarmánuðina. Lögð er áhersla á samfellu og stöðugleika í starfinu en enginn sunnudagur fellur úr að vetri. Undantekning frá þessu er fyrsti sunnudagur í janúar, þegar guðsþjónusta er haldin án þátttöku barnanna.

Umsjón með sunnudagskólanum hafa Marín Hrund Jónsdóttir, Helga Sveinsdóttir og Alexander Grybos ásamt prestum og djákna.
Sunnudagaskólinn er vettvangur fyrir dýrmætar samverustundir með ástvinum sínum í kirkjunni.
Hátíðarstundin Jólin allsstaðar er á aðfangadag kl. 16. Einnig er barnasamvera á öðrum í páskum kl. 11.

 

Barnakórinn Regnbogaraddir í Keflavíkurkirkju

Keflavíkurkirkja býður uppá vikulegt söngstarf fyrir börn í 2.-6. bekk. Arnór Vilbergsson, organisti, og Freydís Kneif Kolbeinsdóttir hafa umsjón með barnakórsstarfinu sem ber yfirskriftina Regnbogaraddir. Kórgjald er 5000 kr. fyrir haustönn 2021. Starfið fer fram í Kirkjulundi og hefst 12. september.

Starfið fer fram á sunnudögum kl. 12

Skráning er rafræn og er hér að finna:

https://keflavikurkirkja.skramur.is/input.php?id=7

 

KFUM og KFUM

Keflavíkurkirkja styður við það mikilvæga starf sem KFUM og KFUK á Suðurnesjum sinna og starfar náið með deildarstarfi þeirra í Keflavíkursókn.

KFUM og KFUK er æskulýðshreyfing sem hefur að markmiði að vekja trú á Krist og kalla til þjónustu í ríki hans, efla trúarlíf og siðferðiskennd og hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð einstaklingsins.
Þríhyrningurinn í merki félaganna undirstrikar þetta, en hliðar hans tákna líkama, sál og anda.
Aðferðafræðin er aðferð Jesú Krists: Að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu

  • 7 til 9 ára starf KFUM og KFUK

Vinadeildin er fyrir sráka og stelpur á aldinum 7-9 ára. Fundir eru einu sinni í viku frá byrjun september og fram á vor, með jólafríi. Alltaf er eitthvað skemmtilegt í boði og helgistund í lok hvers fundar.

Fundur eru á mánudögum kl. 14:30-15:30

  • 10 til 12 ára starf KFUM og KFUK

Yngri deildin er fyrir þáttakendur á aldrinum 10-12 ára. Kynjaskipt er á þessa fundi og er hver deild með sinn fundardag. Fundir eru einu sinni í viku frá byrjun september og fram á vor, með jólafríi. Alltaf er eitthvað skemmtilegt í boði og helgistund í lok hvers fundar.

Fundir eru á þriðjudögum kl. 17:30-18:30 – KFUM drengir

Fundir eru á miðvikudögum kl. 19:30-20:30 – KFUK stúlkur

  • Unglingastarf KFUM og KFUK

Unglingarstarfið er fyrir stráka og stelpur á aldrinum 13-16 ára. Fundir eru einu sinni í viku frá byrjun september og fram á vor, með jólafríi. Farið er í 1-3 helgarferðir.

Fundir eru á sunnudögum kl. 20-21:30

  • Leiðtogafræðsla ungmenna

Keflavíkurkirkja og KFUM og KFUK á Suðurnesjum hafa í nokkur ár átt í samstarfi með leiðtogafræðslu fyrir leiðtogaefni á aldrinum 13-18 ára. Unnið er með fræðsluefni frá KFUM og KFUK og fræðslusviði Biskupsstofu. Leiðtogaefnin fara í 1-3 helgarferðir yfir veturinn. Lögð er áhersla á fræðslu í gegnum fjölbreytta kennsluhætti, raunveruleg verkefni og samvinnu nemenda. Lögð er áhersla á reynslunám í stað fyrirlestra eftir því sem kostur er. Leiðtogaþjálfunin nýtist bæði í sumar- og vetrarstarfi KFUM og KFUK.