Sunnudagaskóli
Sunnudagaskólinn hefst 15. september 2024 kl. 11.
Sunnudagaskólinn í Keflavíkurkirkju hefst að jöfnuðu sunnudaginn eftir Ljósanótt og er alla sunnudaga kl. 11 yfir vetrarmánuðina. Lögð er áhersla á samfellu og stöðugleika í starfinu en enginn sunnudagur fellur úr að vetri. Undantekning frá þessu er fyrsti sunnudagur í janúar en þá er frí.
Umsjón með sunnudagskólanum hafa Helga Sveinsdóttir, Bergrún Dögg Bjarnadóttir og Alexander Grybos ásamt prestum.
Sunnudagaskólinn er vettvangur fyrir dýrmætar samverustundir með ástvinum sínum í kirkjunni.
Hátíðarstundin Kraftaverk á Betlehemsstræti er á aðfangadag kl. 16. Einnig er barnasamvera á öðrum í páskum kl. 11.
Barnakórar
Regnbogaraddir og Himinn & jörð í Keflavíkurkirkju.
Keflavíkurkirkja býður uppá vikulegt söngstarf fyrir börn í 2. -6. bekk og 6. -10. bekk. Arnór Vilbergsson, organisti, og Freydís Kneif Kolbeinsdóttir hafa umsjón með barnakórsstarfi Keflavíkurkirkju. Kórgjald er 5000 kr. fyrir haustönn 2024. Starfið fer fram í Kirkjulundi og hefst 15. september 2024.
Regnbogaraddir fyrir börn frá 2. -6. bekk hittast á sunnudögum frá kl. 12-13.
Himinn og jörð sem er nýstofnaður unglingakór fyrir börn frá 6. -10. bekk, hittist á sunnudögum frá kl. 13-14.
Verið hjartanlega velkomin.
KFUM og KFUM
Keflavíkurkirkja styður við það mikilvæga starf sem KFUM og KFUK Suðurnes sinna og starfar náið með deildarstarfi þeirra í Keflavíkursókn.
KFUM og KFUK er æskulýðshreyfing sem hefur að markmiði að vekja trú á Krist og kalla til þjónustu í ríki hans, efla trúarlíf og siðferðiskennd og hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð einstaklingsins.
Þríhyrningurinn í merki félaganna undirstrikar þetta, en hliðar hans tákna líkama, sál og anda.
Aðferðafræðin er aðferð Jesú Krists: Að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu
-
7 til 9 ára starf KFUM og KFUK
Vinadeildin er fyrir sráka og stelpur á aldinum 7-9 ára. Fundir eru einu sinni í viku frá byrjun september og fram á vor, með jólafríi. Alltaf er eitthvað skemmtilegt í boði og helgistund í lok hvers fundar.
Fundur eru á mánudögum kl. 14:30-15:30
-
10 til 12 ára starf KFUM og KFUK
Yngri deildin er fyrir þáttakendur á aldrinum 10-12 ára. Kynjaskipt er á þessa fundi og er hver deild með sinn fundardag. Fundir eru einu sinni í viku frá byrjun september og fram á vor, með jólafríi. Alltaf er eitthvað skemmtilegt í boði og helgistund í lok hvers fundar.
Fundir eru á þriðjudögum kl. 17:30-18:30 – KFUM drengir
Fundir eru á miðvikudögum kl. 19:30-20:30 – KFUK stúlkur
-
Unglingastarf KFUM og KFUK
Unglingarstarfið er fyrir stráka og stelpur á aldrinum 13-16 ára. Fundir eru einu sinni í viku frá byrjun september og fram á vor, með jólafríi. Farið er í 1-3 helgarferðir.
Fundir eru á sunnudögum kl. 20-21:30
-
Leiðtogafræðsla ungmenna
Keflavíkurkirkja og KFUM og KFUK á Suðurnesjum hafa í nokkur ár átt í samstarfi með leiðtogafræðslu fyrir leiðtogaefni á aldrinum 13-18 ára. Unnið er með fræðsluefni frá KFUM og KFUK og fræðslusviði Biskupsstofu. Leiðtogaefnin fara í 1-3 helgarferðir yfir veturinn. Lögð er áhersla á fræðslu í gegnum fjölbreytta kennsluhætti, raunveruleg verkefni og samvinnu nemenda. Lögð er áhersla á reynslunám í stað fyrirlestra eftir því sem kostur er. Leiðtogaþjálfunin nýtist bæði í sumar- og vetrarstarfi KFUM og KFUK.