Kostnaður fyrir fræðsluna, skv. gjaldskrá er kr. 24.992 kr.
Helmingur greiðist 1. nóvember en hinn helmingurinn 1. mars. Reikningur er sendur í heimabanka.
Einnig þarf að greiða kr. 18.500 kr. til safnaðar og rennur það til hluta af kostnaði vegna Vatnaskógarferðar, efniskostnaðar og kyrtlaleigu. Upphæðin nemur 29.100 kr. ef foreldrar/forráðamenn eru utan Þjóðkirkju.
Kröfur eru sendar í heimabanka á það foreldri sem er skráð sem „foreldri 1“ við skráningu í fermingarfræðslu.
Fólk er beðið um að hafa samband við prestana ef erfiðleikar eru með greiðslur.