Fermingarfræðsla í Keflavíkurkirkju er góður kostur. Börnin kynnast sögum Biblíunnar sem eru meðal þýðingarmestu þátta í menningu okkar. Lagt er uppúr vandaðari, fjölbreyttri og lifandi fræðslu þar sem fléttað er saman hefðbundinni kennslu, leik og upplifun. Fræðslan snertir á þáttum eins og lífsleikni, mannréttindum, jafnrétti, umhverfisvernd og þróunarhjálp. Stefnumót fermingarbarna við sóknarkirkjuna á að vera ánægjulegt, styrkja þau og veita þeim jákvæða sýn á lífið.

Fyrirkomulag fræðslunnar 

 • Vatnaskógarferð í september, kynjaskiptar ferðir yfir tvo sólarhringa
 • Miðvikudagssamverur í Kirkjulundi
 • Sunnudagsmessur, börnin sækja alls 10 messur yfir veturinn
 • Söfnun fermingarbarna í nóvember fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar

Innihald fræðslunnar

 • Hjálparstarf kirkjunnar
  • Gestir frá Úganda kynna vatnsverkefni Hjálparstarf kirkjunnar í Afríku
 • Kristniboðssamband Íslands
  • Kristján Sverrisson, kristniboði, fræðir um SÍK
 • Söngur og sálmar
  • Arnór organisti leiðir stundir í samsöng með prestum
 • Biblíusögur
  • Talenurnar
  • Miskunsami Samverjinn
  • Hvar eru hinir tíu
  • Eyrir ekkjunnar
 • Annað efni
  • Trú og efi
  • Baráttan milli góðs og ills
  • Sorg og dauði
  • Biblían
  • Bænin
  • Jesús
  • Guð
  • Skírn og altarisganga
  • Fyrirgefning
  • Umhverfinsvitund
  • Aðventa og jól – litir/tákn
  • Dimbilvika og páskar
  • Uppstigningardagur og hvítasunna

Námsefni 

 • Biblían
 • Sálmabókin
 • Con Dios, fermingarhefti
 • Verkefni frá prestum
 • Kennslumyndbönd

 

Sérþarfir
Ef börnin búa við sérþarfir er mikilvægt að prestarnir fái um það upplýsingar. Ef aðstæður krefja, þá er boðið upp á sérstaka fræðslutíma.