Vatnaskógarferð haust 2023
Gert er ráð fyrir öllum fermingarbörnum í Vatnaskógarferðina þar sem hún er stór liður í fermingarfræðslunni. Ekki þarf að skrá sérstaklga í ferðina en foreldrar/forráðamenn eru beðnir að senda tölvupóst á prestan ef börnin hyggjast ekki fara í Vatnaskóg.
Heimsókn í Vatnaskóg skipar sérstakan sess í fræðslunni en leitun er að skemmtilegri stað til að dvelja á! Vatnið býður upp á siglingar og jafnvel svolítið sund og aðstaðan á staðnum er með besta móti með íþróttasal og hjólabrettarömpum auk ágætra svefnskála. Ástæða þess að farið er svo snemma á fermingarvetri í ferðina er að þá nýtist skógurinn betur, enn er hægt að sigla á Eyrarvatninu sem og að hafa fræðslustundir á útisvæði.
Lagt er af stað frá Keflavíkurkirkju kl. 13 eftir skóla og hádegismat. Dvölin stendur yfir í tvo sólarhringa og er komið heim síðladags.
- Öll fermingarbörn fara mánudaginn 18. sept. kl. 13 og áætluð heimkoma er miðvikudaginn 20. sept. kl. 16.
Skólarnir fá tilkynningu um ferðina en það er í höndum foreldra að biðja um leyfi fyrir börnin.
Börnin taki með sér:
- Svefnpoka eða sæng, kodda og lak
- Hlý föt fyrir útiveru (regnföt og stígvél)
- Föt til skiptanna (nægir sokkar)
- Íþróttaföt
- Sundföt og handklæði
- Tannbursta, tannkrem og sápu
- Leyfilegt er að taka með hjólabretti
- Leyfirlegt er að taka blautbúning
Ferðin er að stærstum hluta greidd af kirkjunni en hluti fermingarbarna er 17.000 kr. Óskað er eftir að greitt er með millifærslu, nafn barns sett í skýringar og kvittun send á kjartan@keflavikurkirkja.is.
Reikn.nr. 0121-26-40400. Kt. 6801695789.
Símar eru leyfðir til notkunar sem myndavél. Ef símar eru teknir með skal simkortið tekið úr og skilið eftir heima. og ef þau óska eftir að hringja í foreldra þá hringja þau úr símum prestanna.
Ef börnin þurfa að taka inn lyf, þá þurfa þau að berast prestunum og vera í sérmerktum umbúðum. Einnig þurfa að berast upplýsingar ef börnin búa við sérþarfir af einhverjum toga.
Börnin taki ekki með sér:
- Sælgæti og gos
- Snjallsíma
Hægt er að vitja óskilamuna í þjónustumiðstöðina við Holtaveg 28 í Reykjavík, s. 588 8899.
Ef þörf krefur er hægt að hringja í Vatnskóg, s. 433 8959 á meðan börnin dvelja þar. Þá eru prestarnir með síma á sér, Erla (8492194) og Fritz Már (8884321).
Gullna reglan
Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. (Matt 7.12)