
Velferðarsjóður
Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar.
Hátíðarmessa og sunnudagaskóli 16. febrúar kl. 11. Öllum er boðið!
Verið velkomin í 110 ára afmæli á sunnudag 16. febrúar kl. 11. Börnin byrja eins og venja er í kirkjunni með leiðtogunum Rut, Jóni Inga, Grybos og Helgu og svo munu þau fara í afmælis sunnudagaskóla í Kirkjulund og nýtt bænatré verður kynnt í tilefni afmælisins. Prestarnir okkar sr. Fritz Már og Erla munu þjóna ásamt messuþjónum Páli og Jóninu. Kórinn okkar leiðir söng undir stjórn Arnórs organista. Eftir hátíðarstund verður boðið upp á léttar veitingar í Kirkjulundi. Sjáumst!
Æðruleysismessu 5. febrúar kl. 20 AFLÝST vegna veðurs!
RAUÐ VIÐVÖRUN frá yfirvöldum. Okkur þykir það leitt að þurfa að aflýsa æðruleysismessu, en yfirvöld hafa beðið fólk um að halda sér heima í óveðrinu. Við stefnum á að hafa messuna eftir viku. Farið varlega og Guð veri með ykkur.
9. febrúar er sunnudagaskóli og messa kl. 11. Verið velkomin.
Verið hjartanlega velkomin í sunnudagaskóla og messu sunnudag 9. febrúr kl. 11. Kórfélagar leiða söng við orgelspil Arnórs. Grybos, Helga, Jón Ingi og Rut leiða sunnudagaskóla sem byrjar í kirkjunni og halda þau svo [...]
Sunnudag 2. febrúar er sunnudagaskóli kl. 11 og kvöldmessa kl. 20. Öll hjartanlega velkomin.
Verið velkomin á sunnudag 2. febrúar í Keflavíkurkirkju. Við byrjum á því að taka á móti minnsta fólkinu okkar kl. 11 í sunnudagaskólann. Leiðtogarnir Helga, Rut, Jón Ingi og Grybos leiða stundina með bænum, söng, [...]
Kvöldmessa 26. janúar kl. 20. Verið velkomin.
Kvöldmessurnar okkar gefa ljós og yl í hjartað í myrkum janúarmánuði. Vítamín fyrir sálina. Verið velkomin á sunnudagskvöld 26. janúar kl. 20
Skráning í Þjóðkirkjuna
Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.