Velferðarsjóður
Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar.
EIDE-messa sunnudagskvöld 24. sept. kl. 20
Kórfélaga syngja Eide sálma við undirleik Arnórs organista. Systa og Þórey eru messuþjónar. Sr. Erla þjónar. Komum saman í kirkju og njótum
Píetamessa 10. sept. kl. 20
Píetamessa er yfirskrift á helgistund í Keflavíkurkirkju sunnudagskvöldið 10. sept. kl. 20. Við tileinkum stundina viðfangsefni Alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna. Jónína Guðbjörg Jónsdóttir deilir reynslu sinni. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, organista. Sr.Erla Guðmundsdóttir og sr. Fritz Már Jörgensson þjóna.
U2-messa á Ljósanæturhátíð 3. sept. kl. 20
Við búum í landi veðra og vinda. Það mun sannarlega blása heilögum anda um kirkjugesti við lok Ljósanæturhátíðar þegar Kór Keflavíkurkirkju, ásamt hljómsveit, flytur U2-messu undir stjórn Arnórs organista. Kórmeðlimir hafa samið nýja texta [...]
Göngumessa um gamla bæinn 9. júlí kl. 20
Á langtímaspá lofar himinn góðu sunnudagskvöldið 9. júlí kl. 20 er við höldum í árlega göngumessu um gamla bæinn í Keflavík. Helgi Valdimar Biering leiðir okkur í fróðleik á milli sögureita á elsta svæði Keflavíkur. [...]
Sjómannamessa í DUUS húsum 4. júní kl. 11
Sjómannamessa verður í Bíósal Duus Safnahúsa sjómannadaginn 4. júní kl. 11. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju leiða söng við undirspil og stjórn Alexanders Grybos. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Við lok stundar verður gengið að minnismerki sjómanna [...]
Skráning í Þjóðkirkjuna
Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.