Forsíða2020-07-04T17:17:33+00:00
Design

Fastir liðir

Nú er sumardagskrá kirknanna á Suðurnesjum hafin. Það er hægt að finna messur á Suðurnesjum alla sunnudaga. En upplýsingar um messutíma má finna hér á síðunni. Gleðilegt sumar.

Options

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Design

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Options

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

Vox Felix tónleikar í Keflavíkurkirkju 22. júlí kl. 20

Unglingakórinn FriFraVoce frá þýska sambandslandinu Rheinland Pfalz hefur dvalið á Íslands síðustu daga. Kórinn óskaði eftir samstarfi við íslenskan kór og hafði Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, milligöngu um að Vox Felix myndi vinna með kórnum. Þau sungu saman í Skálholti síðustu helgi og bjóða uppá tónleika miðvikudagskvöldið 22. júlí kl.20 í Keflavíkurkirkju.  Kórarnir munu syngja hvor fyrir sig og einnig saman. Aðgangur ókeypis. Næsta sumar heldur Vox Felix í söngferð til Þýskalands á vegum FriFraVoce kórsins.

By |21. júlí 2020 | 09:54|

Göngumessa um gamla bæinn sunnudagskvöldið 21. júní

Himinn lofar góðu sunnudagskvöldið 21. júní kl. 20 er við höldum í árlega göngumessu um gamla bæinn í Keflavík. Helgi Valdimar Biering leiðir okkur í fróðleik á milli sögureita á elsta svæði Keflavíkur. Gengið verður frá kirkjutröppum. Arnór organisti kallar okkur í söng við ukulelespil. Sr. Erla biður bænir og blessar undir berum himni. Að lokinni göngu sameinumst við í kvöldkaffi í garði sóknarprestsins á Brunnstíg. Verið velkomin í hreyfanlega helgistund og saman myndum við gott samfélg í Jesú nafni.

By |18. júní 2020 | 09:28|

Messa 17. júní 2020

15. júní 2020 | 08:13|

Miðvikudaginn 17.júní verður hátíðarmessa í Keflavíkurkirkju kl.12.00. Við höldum upp á þjóðhátíðardaginn í Keflavíkurkirkju. Séra Fritz Már Jörgensson þjónar fyrir altari. Söngsveitin Ómur ásamt Arnóri Vilbergssyni sjá um tónlist og söng. Allir eru innilega velkomnir.

Sumarmessur á Suðurnesjum 2020

31. maí 2020 | 10:54|

Kæru vinir, nú í sumar verður fjölbreytt messuhald á Suðurnesjum, kirkjurnar deila með sér messuhaldi þannig að það er hægt að finna fjölbreyttur messur á svæðinu í allt sumar þrátt fyrir sumarfrí. Njótum þess að [...]

Skráning í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.