Velferðarsjóður
Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar.
Orgóber í Keflavíkurkirkju
Október er tileinkaður orgelinu í Keflavíkurkirkju. Verið hjartanlega velkomin á viðburði októbermánaðar sem eru alla sunnudaga.
Fjölskyldumessa sunnudaginn þann 6. október kl. 11. LÍTIL SAGA ÚR ORGELHÚSI.
Sunnudag 6. október kl. 11. Orgeltónlistarævintýrið LÍTIL SAGA ÚR ORGELHÚSI leiðir hlustanda inní töfraheim pípuorgels á skemmtilegan hátt. Sögumaður er Bergþór Pálsson, söngvari. Guðný Einarsdóttir gerði söguna og leikur á orgelið. Orgelævintýrið er ætlað börnum og fullorðnum. Öll velkomin.
Æðruleysismessa miðvikudag 2. október kl. 20. Öll hjartanlega velkomin.
Við öll velkomin í innilega og fallega æðruleysismessu í Keflavíkurkirkju á miðvikudagskvöld kl. 20. Steinunn Björg mun flytja fallega tónlist. Við heyrum reynslusögur frá félögum. Sr. Fritz Már þjónar og Brynja er messuþjónn.
Sunnudagaskólinn á sínum stað á sunnudag þann 29. september kl. 11.
Það verður stuð og stemning í sunnudagaskólanum á sunnudag kl. 11. Við kynnum nýja leiðtoga til leiks þau Jón Inga og Rut. Söngur, brúður og Biblíusaga Verið öll hjartanlega velkomin.
Eide messa á sunnudag þann 29. október kl. 20
Sindre Eide er norskur prestur, sem unnið hefur stórvirki í að kynna trúartónlist fjarlægra þjóða með ólíkum hryn og sveiflu og laga að lútersku helgihaldi. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Sr. Helga Kolbeinsdóttir [...]
Skráning í Þjóðkirkjuna
Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.