Velferðarsjóður
Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar.
Taizésálmar í kvölmessu og sunnudagaskóli 29. janúar
Sunnudagaskólinn verður að vanda í höndum Marínar Hrundar, Helgu og Grybosar sunnudaginn 29. janúar kl. 11. Sunnudagskvöldið 29. janúar kl. 20 er taizémessa í Keflavíkurkirkju. Kórfélagar, undir stjórn Arnórs organista, syngja taizé sálma sem byggist á endurteknu söngstefi er kalla fram hughrif kyrrðar. Linda er messuþjónn og sr. Erla þjónar.
Lopapeysumessa á sunnudagskvöld kl.20
Kæru vinir á sunnudagskvöld kl.20 verður lopapeysumessa í Keflavíkurkirkju. Lopapeysurnar eru í tilefni bóndadags enda um að gera að vera vel klæddur á þorranum. Trúin verður umræðuefni dagsins, séra Fritz Már leiðir stundina og Sólmundur Friðriksson leiðir okkur í ljúfri tónlist. Komum saman og njótum samfélagsins í ljúfri kvöldstund. Verið öll innilega velkomin.
Sunnudagaskóli og kvöldmessa 15. janúar
Sunnudagur 15. janúar Sunnudagaskólinn hefst á nýju ári. Komið er saman í Kirkjulundi kl. 11. Marín Hrund, Helga og Grybos leiða samveruna. Söngur, biblíusaga og brúður. Kvöldmessa kl. 20. Sólmundur Friðriksson leiðir söng við [...]
Hátíðarmessa á nýársdag kl. 14
Nýársdagur kl. 14 - Hátíðarmessa Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Kristjáns Hrannars Pálssonar, organista. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, flytur hátíðarræðu. Messuþjónar eru Elva Björk og Aron Smári. Er. Erla og sr. Fritz þjóna
Breyting á helgihaldi á aðfangadag
Af óviðráðanlegum orsökum fellur aftansöngur á aðfangadag kl. 18 niður Aðfangadagur Kl. 16 Kraftaverk á Betlehemstræti Regnbogaraddir Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Freydísar Kenifar og við undirleik Alexanders Grybos. Marín Hrund og Helga leiða sunnudagaskólabörn í [...]
Skráning í Þjóðkirkjuna
Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.