Velferðarsjóður
Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar.
Sjómannamessa í DUUS húsum 4. júní kl. 11
Sjómannamessa verður í Bíósal Duus Safnahúsa sjómannadaginn 4. júní kl. 11. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju leiða söng við undirspil og stjórn Alexanders Grybos. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Við lok stundar verður gengið að minnismerki sjómanna á Bakkalág við Hafnargötu og þar lagður blómakrans frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Verið öll innilega velkomin að koma, njóta orða og tónlistar og leggja íslenska sjómanninn og sjómennsku í fyrirbæn. Kaffi og nýsteiktar kleinur á borði.
Staða kynningar- og þjónustufulltrúa við Keflavíkurkirkju laust til umsóknar
Staða kynningar- og þjónustufulltrúa við Keflavíkurkirkju Laus er til umsóknar 75% staða kynningar- og þjónustufulltrúa við Keflavíkurkirkju, Kjalarnesprófastsdæmi. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið og verkefni: Umsjón með kynningarmálum Keflavíkurkirkju m.a. á samfélagsmiðlum, heimasíðu og öðrum fjölmðlum. Utanumhald og þátttaka í athöfnum og viðburðum í kirkjunni. Umsjón með starfi sjálfboðaliða og hópa í Keflavíkurkirkju. Önnur tilfallandi verkefni. Þekking og hæfni: Menntun og reynsla sem nýtist í starfi. Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt skipulagshæfni. Áhugi og reynsla af kirkjustarfi er æskileg. Sveigjanleiki til að taka að sér tilfallandi verkefni innan [...]
(Mótor)hjólamessa – Annan í hvítasunnu kl. 20
Annar í hvítasunnu - 29. maí kl. 20 (Mótor)hjólamessa í Keflavíkurkirkju á öðrum í hvítasunnu. Þau sem hyggja á ferðalög í sumar eru sérstaklega velkomin og taka á móti fararblessun fyrir ferðalög sumarsins. Njótum góðrar [...]
Uppstigningardagur í Bessastaðakirkju 18.maí kl. 11
Á degi eldri borgara höldum við í heimsókn Bessastaðakirkju þar sem sameiginleg messa safnaðarins í Keflavík og á Álftanesi verður kl. 11. Eldey og Garðálfarnir, kórar eldri borgara á Suðurnesjum og Álftanesi, syngja undir [...]
Kvöldmessa með kórfélögum – 14. maí kl. 20
Kórfélagar syngja undir stjórn Arnórs organista í kvöldmessu í Keflavíkurkirkju 14. maí kl. 20. Sr. Erla þjónar
Skráning í Þjóðkirkjuna
Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.