
Velferðarsjóður
Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar.
Skátamessa á sumardaginn fyrsta 24. apríl kl. 13:00
Skátamessa er í Keflavíkurkirkju á sumardaginn fyrsta þann 24. apríl kl. 13. Skrúðganga hefst kl. 12:30 frá skátaheimili Heiðarbúa að Keflavíkurkirkju. Skátarnir Helgi og Halldóra eru messuþjónar. Rafn Hlíðkvist sér um tónlist. Sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir þjónar fyrir altari. Verið velkomin og gleðilegt sumar!
Dymbilvika og páskahátíð í Keflavíkurkirkju
Pálmasunnudag 13. apríl kl. 11. Á Pálmasunnudag er fjölskyldumessa og sunnudagaskóli kl. 11. Regnbogaraddir í Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Freydísar og Arnórs. Sr. Helga Kolbeinsdóttir þjónar fyrir altari. Skírdagskvöld 17. apríl kl. 20 Á skírdagskvöld kl. 20 er Taizemessa og altarisganga. Kórinn okkar flytur fallega taizesálma og afskrýðir altarið með táknrænum hætti. Fimm rauðar rósir verða lagðar á altarið sem tákn fyrir sár Krists á krossinum. Sr. Erla þjónar ásamt Guðrúnu og Stefáni sem eru messuþjónar. Föstudagurinn langi 18. apríl kl. 14 Á föstudaginn langa er messa kl. 14. „Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ eru orð Jesú [...]
Fjölskyldumessa og sunnudagaskóli á pálmasunnudag kl. 11
Verið velkomin í Keflavíkurkirkju á pálmasunnudag en þá verðum við með fjölskyldumessu og sunnudagaskóla. Sr. Helga þjónar fyrir altari. Regnbogaraddir Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Freydísar og Arnórs. Leiðtogar sunnudagaskólans Rut, Jón Ingi, Grybos og [...]
Sunnudagaskóli og messa 6. apríl kl. 11
Verið velkomin í sunnudagaskóla og messu 6. apríl kl. 11. Himinn & jörð ungmennakór ætlar að syngja með Kór Keflavíkurkirkju. Sr. Erla þjónar ásamt Þóreyju og Helgu messuþjónum. Súpa og brauð að lokinni guðsþjónustu. Hlökkum [...]
Sunnudagaskóli og messa 30. mars kl. 11. Súpa og brauð í Kirkjulundi
Leiðtogarnir Rut, Jón Ingi, Helga og Grybos taka vel á móti minnstu sóknarbörnunum í sunnudagaskólann. Kórinn okkar leiðir söng undir stjórn Arnórs. Sr. Fritz Már þjónar með aðstoð Sigurbjörtu og Brynju messuþjónum. Súpa og brauð [...]
Skráning í Þjóðkirkjuna
Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.