Við reiknum með því að börnin mæti í alla fræðslutíma.

Því til viðbótar sæki þau 10 messur. Gott er að skipta þeim þannig að þau sæki 5 messur fyrir jól og 5 eftir jól, þó er það ekki skylda. Yfir vetrarmánuðina eru messur alla sunnudaga klukkan 11:00.

Merkt er við börnin í anddyri kirkjunnar er þau mæta til messu. Ef þau mæta í aðra kirkju þá komi þau með undirskrift og stimpil. Ef forföll verða í messu eða fræðslu þarf að standa skil á verkefnum og mæta í viðtöl hjá prestunum.

Mikilvægt er að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að umgangast kirkjuna og athafnir kirkjunnar af nærgætni og af virðingu við aðra sem til guðsþjónustu koma, hvort heldur sem er almenn guðsþjónusta eða barnaguðsþjónusta.