Fermingarfræðsla 2024-2025

Framundan er viðburðaríkur vetur hjá fermingarbarni og fjölskyldu, fermingarfræðslan er mikilvægur þáttur í lífi hvers einstaklings. Í Keflavíkurkirkju leggjum við okkur fram við að finna leiðir til þess að fræðslan komist sem best til skila til fermingarbarnanna svo að þau þekki grundvöll kristinnar trúar, séu leidd inn í heim bænarinnar og inn í starf safnaðarins.

Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að mæta með börnum sínum í athafnir safnaðarins. Þannig tengjast þeir betur fermingarundirbúningi og geta tekið þátt í samræðum við barnið um efni og innihald fermingarundirbúningsins. Hér má fylgjast með námsefninu og örva umræður um viðfangsefni fermingarfræðslunnar.

Við óskum ykkur til hamingju með þennan áfanga, það er mikil blessun að fá að fylgja barni sínu gegnum stór tímamót í lífi þess. Guð blessi ykkur þennan fermingarvetur og samfylgdina í kirkjustarfinu.

Skráning í fermingarfræðslu fyrir árið 2024-2025