Safnaðarstarfið í Keflavíkurkirkju tekur mið af þeirri sýn að gefa skapandi og áhugasömu fólki í söfnuðinum tækifæri til þess að hafa áhrif á það hvernig málum er skipað í forgang.
Sjálfboðaliðar koma með virkum hætti að starfinu. Þeir móta helgihaldið og taka þátt í samtali um það hvernig bæta má þjónustuna meðal annars í sérstökum hópum sem sinna einstökum þáttum starfsins.