Kór  Keflavíkurkirkju
Kórinn annast söng við messur og aðrar kristilegar athafnir í Keflavíkurkirkju en er jafnframt athafnakór sem hefur vakið athygli og viðurkenningu fyrir fjölbreytt framlag sitt til menningar í sveitarfélaginu.

Æfingar á miðvikudagskvöldum frá kl. 18:00-20:00.

Kórinn á Facebook

Eldey

Eldey
Kór eldri borgara sem er samfélag þroskaðra einstaklinga sem hafa gaman af söng.

Æfingar eru á þriðjudögum kl 16:00-18:00

Kórinn á Facebook

11215078_1603830356532519_8725124861277676175_nVox Felix
Ungmennakórinn Vox Felix er samstarfsverkefni allra sókna á Suðurnesjum. Hópurinn syngur í einni messu í hverri sókn á ári hverju ásamt því að halda vor- og jólatónleika sem og tækifærissöng.

Æfingar eru á mánudögum kl. 18:30-20:30

Kórinn á Facebook

Stjórnandi hópana er Rafn Hlíðkvist Björgvinsson.

Áhugasamir um þátttöku í einhverjum af hópunum geta haft samband á netfangið:

rafn@njardvikurkirkju.is

Regnbogaraddi – barnakórar Keflavíkurkirkju

Vikulegt kórastarf er fyrir börn í 1.-6. bekk. Kórgjald er 5000 kr. fyrir hverja önn. Starfið fer fram í Kirkjulundi alla sunnudaga yfir vetrarmánuði kl. 12-13.

Stjórnendur kóranna eru Arnór Vilbergsson og Freydís Kneif Kolbeinsdóttir.