Kór Keflavíkurkirkju. Kórinn annast söng við messur og aðrar kristilegar athafnir í Keflavíkurkirkju en er jafnframt athafnakór sem hefur vakið athygli og viðurkenningu fyrir fjölbreytt framlag sitt til menningar í sveitarfélaginu.

Æfingar á miðvikudagskvöldum frá kl. 18:00-20:00.

Kórinn á Facebook

Eldey. Kór eldri borgara sem er samfélag þroskaðra einstaklinga sem hafa gaman af söng.

Æfingar eru á þriðjudögum kl 16:00-18:00

Kórinn á Facebook

Regnbogaraddir. Vikulegt kórastarf er fyrir börn í 1.-6. bekk. Kórgjald er 5000 kr. fyrir hverja önn. Starfið fer fram í Kirkjulundi alla sunnudaga yfir vetrarmánuði frá kl. 12:00-13:00.

Kórinn á Facebook

Himinn & jörð. Óskað er eftir söngelskum krökkum í 6.-10. bekk í nýstofnaðan unglingakór í Keflavíkurkirkju. Fullt af skemmtilegum verkefnum og flottri tónlist á döfinni. Æft er alla sunnudaga frá kl. 13:00-14:00 í Kirkjulundi. Frekari upplýsingar eru hjá Arnóri organista á arnor@keflavikurkirkja.is.

Stjórnendur barna- og unglingakóra eru Arnór Vilbergsson og Freydís Kneif Kolbeinsdóttir.