Tólf sporin – andlegt ferðalag í Keflavíkurkirkju
Kynningarfundur er mánudag 2. október 2023 kl. 19:30-21:30 í Kirkjulundi.
Langar þig, eða þarftu, að taka til í lífi þínu? Þá eru Tólf sporin gott svar sem fullorðinsfræðsla er geymir innihaldsrík verkfæri.
Fyrstu þrír fundir eru opnir, eftir það, 23. október, er unnið í lokuðum hópum. Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Ekki þarf að skrá fyrirfram.
Öll eru velkomin.
Nánari upplýsingar á www.viniribata.is