Kirkjulundur, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju hentar fyrir margvíslega starfsemi sem ekki fellur undir hefðbundið safnaðarstarf. Á það við um erfidrykkjur og veislur í tengslum við athafnir s.s. fermingar. Þá henta salir hússins vel fyrir námskeið og ráðstefnur.
Í Kirkjulundi eru tveir salir sem ýmist eru leigðir saman eða hvor í sínu lagi. Minni salurinn hentar vel fyrir fámennar veislur. Stærri salurinn hentar vel fyrir stærri veislur og erfidrykkjur. Hægt er að leigja báða salina saman. Hægt er að leigja aðstöðu vegna smærri funda í fundarherbergi kirkjunnar.
Grunngjald vegna tónleika í kirkju eða safnaðarheimili er kr. 60.000.- Tónleikahöldurum ber að greiða tilskilin gjöld til STEFs. Greiða þarf sérstaklega fyrir kirkjuvörslu á meðan tónleikum stendur utan dagvinnutíma. Gjald vegna hennar er kr. 6.750.- á klst.
Leiguskilmálar og verð:
Leigutaki gerir sér grein fyrir því að hann leigir til afnota hluta af safnaðarheimili kirkju þar sem fram fer almennt félagsstarf m.a. æskulýðsstarf og er því skyldugur að fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda um notkun á slíkum byggingum, þar með talið starfsreglur um kirkjur og safnaðarheimili nr. 822/2000
Almennar notkunarreglur
- Öll tóbaksnotkun og rafrettur eru bannaðar í Keflavíkurkirkju og Kirkjulundi.
- Mjög hófleg meðferð léttra vína er leyfileg í veislum í Kirkjulundi. (vínveitingarleyfi er ekki til staðar)
- Veislum skal lokið um miðnætti.
- Ef tjón verður á munum kirkjunnar eða Kirkjulundar og/eða hlutir tapast þarf leigutaki að greiða fyrir það.
- Ef útkall verður vegan öryggiskerfis á meðan leigutaki hefur aðgang skal útkallið greiðast af leigutaka.
- Gæta skal góðrar umgengni í hvívetna.
- Gengið skal frá greiðslu fyrir notkun salarins.
- Keflavíkurkirkja er græn kirkja sjá meðfylgjandi skjal um flokkun á sorpi.
Kirkjulundur-safnaðarsalir
- Í Kirkjulundi eru tveir salir sem ýmist eru leigðir saman eða hvor í sínu lagi.
- Minni salurinn hentar vel fyrir fámennar veislur og er leigður á kr. 60.000.-
- Stærri salurinn hentar vel fyrir stærri veislur og er leigður á kr. 80.000.-
- Leiga á sal fyrir erfidrykkju er kr. 80.000.-
- Hægt er að leigja báða salina saman og greiðast þá kr. 105.000.-
- Leiga á fundarherbergi vegna smærri funda – hafið samband við skrifstofu vegna verðs.
Innifalið í leigu húsnæðisins er viðkomandi salur með einföldum borðbúnaði en hvorki dúkar né aðrar skreytingar. Leigutaki útvegar sjálfur starfsmenn en með salnum fylgir starfsmaður sem sér um frágang í eldhúsi. Skal greiða kr. 6.750- kr á tímann fyrir þann starfsmann en að lágmarki kr. 27.000,-
Salirnir eru hreinir þegar leigutaki tekur við þeim með þeirri uppstillingu sem í þeim er og sér leigutaki sjálfur um að stilla upp eftir eigin óskum. Leigutaka ber að skila húsakynnum hreinum eða semja sérstaklega um frágang og með þeirri uppstillingu sem komið var að. Undanþegið frá þessari reglu eru þrif á gólfum og salernum en þau annast starfsmaður Kirkjulundar.