Verið velkomin 1. desember þann fyrsta í aðventu. K l. 11 er fjölskyldumessa sem ber yfirskriftina „Við kveikjum einu kerti á“.
Stundina leiða sr. Helga Kolbeinsdóttir auk Grybos, Helgu, Jóni Inga og Rut sunnudagaskólaleiðtogum ásamt Elvu messuþjón.
Regnbogaraddir Keflavíkurkirkju munu syngja. Kveikt verður á fyrsta kertinu á aðventukransinum.