Fréttir

Ertu skráð-ur í Þjóðkirkjuna?

Skráning í þjóðkirkjuna fer fram á vef Þjóðskrár. Hjá island.is getur þú séð hvort þú sért skráður í Þjóðkirkjuna undir mínar upplýsingar. Auðvelt er að skrá sig. Með því að fara í gegnum QR kóða hér að neðan eða inná þessa síðu skráning í Þjóðkirkjuna.  Þjóðkirkjan Aðild að þjóðkirkjunni er staðfest með skráningu í þjóðskrá. [...]

By |2024-07-12T14:33:54+00:0012. júlí 2024 | 10:32|

Hátíðarmessa á 17. júní kl. 12.

Verið velkomin í hátíðarmessu frá Keflavíkurkirkju á 17. júní kl. 12. Sr. Fritz Már Jörgensson þjónar ásamt Stefáni og Guðrúnu messuþjónum. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Skátar úr Heiðabúum standa heiðursvörð. Í beinu framhaldi er skrúðganga á hátíðarsvæði. Verið velkomin.

By |2024-06-10T14:05:42+00:0010. júní 2024 | 14:05|

Sunnudagskvöld þann 26. maí kl. 20 er U2 messa

Verið hjartanlega velkomin í "rafmagnaða" U2 messu með hljómsveit í Keflavíkurkirkju á sunnudagskvöld 26. maí kl. 20! Sr. Fritz Már þjónar ásamt Þóreyju og Helgu sem eru messuþjónar. Arnór organisti hefur útsett U2 lög og búið er að þýða og staðfæra texta á íslensku ef okkar eigin hirðskáldum Ómari og Sóla. Kórmeðlimir sjá um að [...]

By |2024-05-21T15:04:44+00:0021. maí 2024 | 15:04|

(Mótor)hjólamessa annan í hvítasunnu þann 20. maí kl. 20.

Verið velkomin í (mótor)hjólamessu þar sem fólk og faraskjótar fá blessun fyrir ferðalög sumarsins. Dúettinn Heiður munu flytja okkur fallega tóna inn í sumarið. Systa og Þórey sjá um messuþjónustu. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari. Verið hjartanlega velkomin til að njóta góðrar samveru.

By |2024-05-17T13:27:44+00:0014. maí 2024 | 07:27|
Go to Top