Fréttir

Home/Fréttir

U2-messa á Ljósanæturhátíð 3. sept. kl. 20

Við búum í landi veðra og vinda. Það mun sannarlega blása heilögum anda um kirkjugesti við lok Ljósanæturhátíðar þegar Kór Keflavíkurkirkju, ásamt hljómsveit, flytur U2-messu undir stjórn Arnórs organista. Kórmeðlimir hafa samið nýja texta með trúarlegu ívafi og organistinn á allar útsetningar. Velkomin í Keflavíkurkirkju sunnudagskvöldið 3. sept kl. 20

By |2023-09-01T12:20:25+00:001. september 2023 | 12:19|

Sjómannamessa í DUUS húsum 4. júní kl. 11

Sjómannamessa verður í Bíósal Duus Safnahúsa sjómannadaginn 4. júní kl. 11. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju leiða söng við undirspil og stjórn Alexanders Grybos. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Við lok stundar verður gengið að minnismerki sjómanna á Bakkalág við Hafnargötu og þar lagður blómakrans frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Verið öll innilega velkomin að [...]

By |2023-05-30T10:07:51+00:0030. maí 2023 | 10:07|

Staða kynningar- og þjónustufulltrúa við Keflavíkurkirkju laust til umsóknar

Staða kynningar- og þjónustufulltrúa við Keflavíkurkirkju Laus er til umsóknar 75% staða kynningar- og þjónustufulltrúa við Keflavíkurkirkju, Kjalarnesprófastsdæmi.  Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið og verkefni: Umsjón með kynningarmálum Keflavíkurkirkju m.a. á samfélagsmiðlum, heimasíðu og öðrum fjölmðlum. Utanumhald og þátttaka í athöfnum og viðburðum í kirkjunni. Umsjón með starfi sjálfboðaliða og hópa [...]

By |2023-05-24T11:39:22+00:0024. maí 2023 | 11:39|

(Mótor)hjólamessa – Annan í hvítasunnu kl. 20

Annar í hvítasunnu - 29. maí kl. 20 (Mótor)hjólamessa í Keflavíkurkirkju á öðrum í hvítasunnu. Þau sem hyggja á ferðalög í sumar eru sérstaklega velkomin og taka á móti fararblessun fyrir ferðalög sumarsins. Njótum góðrar samveru við ljúfan söng og góð orð. Sr. Fritz Már þjónar.

By |2023-05-23T13:22:44+00:0023. maí 2023 | 13:22|

Uppstigningardagur í Bessastaðakirkju 18.maí kl. 11

Á degi eldri borgara höldum við í heimsókn Bessastaðakirkju þar sem sameiginleg messa safnaðarins í Keflavík og á Álftanesi verður kl. 11. Eldey og Garðálfarnir, kórar eldri borgara á Suðurnesjum og Álftanesi, syngja undir stjórn Arnórs og Ásvaldar, organista. Sr. Hans Guðberg, prófastur, þjónar ásamt Vilborgu djákna, sr. Erlu og sr. Fritz Már. [...]

By |2023-05-19T09:39:44+00:0019. maí 2023 | 09:39|

Kvöldmessa með Vox Felix í Keflavíkurkirkju kl.20 á sunnudaginn

Verið innilega velkomin í kvöldmessu á sunnudaginn. Vox Felix færir okkur gospell tóna undir stjórn Rafns Hlíðkvists. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari. Það er fátt betra en að njóta góðrar stundar undir góðum orðum og ljúfri gospell tónlist. Við hlökkum til að sjá ykkur á sunnudagskvöld.

By |2023-05-04T08:06:03+00:004. maí 2023 | 08:03|

Aðalfundur Keflavíkursóknar og Kirkjugarða Keflavíkur

Aðalsafnaðarfundur Keflavíkursóknar og Kirkjugarða Keflavíkur 2023 Aðalsafnaðarfundur Keflavíkursóknar og Kirkjugarða Keflavíkur verður haldinn þriðjudaginn 2. maí 2023 klukkan 17:30 í Kirkjulundi safnaðarheimili Keflavíkurkirkju Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju og Kirkjugarðanefnd Kirkjugarða Keflavíkur

By |2023-04-21T15:00:50+00:0021. apríl 2023 | 14:58|
Go to Top