Verið hjartanlega velkomin í sunnudagsmessu 17. nóv kl. 11. Tekið verður vel á móti smáfólkinu af sunnudagaskólaleiðtogum sem byrja eins og ávallt í kirkjunni og færa sig svo yfir í Kirkjulund. Sr. Helga Kolbeinsdóttir þjónar ásamt Jónínu og Páli sem eru messuþjónar. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju leiða söng undir stjórn Arnórs organista. Súpa og brauð í boði að athöfn lokinni en um hana sjá fermingarforeldrar og börn.