Sunnudagskvöldið kl. 20 er Allraheilagra messa haldin hátíðleg í Keflavíkurkirkju í samstarfi við starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Við minnumst ástvina, hugleiðum lífið og endimörk þess. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Sr. Erla og sr. Fritz Már þjóna. Messuþjónar eru Stefán Jónsson og Guðrún Hákonardóttir.
Starfsfólk HSS les upp nöfn þeirra sem létust á stofnuninni og prestar lesa upp nöfn þeirra sem skráð eru í prestþjónustubækur Keflavíkurkirkju, frá allra heilagra messu á síðasta ári. Prestarnir taka við ábendingum um nöfn þeirra, sem látist hafa annars staðar á þessum tíma ef aðstandendur vilja minnast þeirra á þennan hátt í Keflavíkurkirkju.
Að lokinni messu býður starfsfólks HSS og Keflavíkurkirkja uppá kvöldkaffi og kruðerí í Kirkjulundi.
Verið hjartanlega velkomin í Keflavíkurkirkju.
