Á sunnudaginn 9. nóvember er kristniboðsdagurinn og frímúrarar munu fjölmenna í messu kl. 11, Sunnudagaskólinn er á sínum stað og leiðtogarnir Grybos, Jón Ingi, Helga og Rut hlakka til að sjá börnin. Sr. Erla þjónar ásamt Sigurbjörtu og Kristínu messuþjónum. Kórinn syngur undir stjórn Arnórs. Súpa og brauð að guðsþjónustu lokinni í Kirkjulundi. Verið innilega velkomin.