Biblíudagurinn er 23. febrúar ???? og er hann haldin til stuðnings Hins íslenska biblíufélags. Í ár eru 441 ár síðan að Biblían í heild sinni var fyrst prentuð á íslensku. Guðbrandur biskup nýtti sér nýjustu tækni síns tíma til að koma texta Biblíunnar á framfæri. Biblíufélagið fetar í fótspor Guðbrands og leitar stöðugt nýrra leiða til að gera ritninguna aðgengilega sem flestum. Á síðasta ári var Biblían gefin út í heild sinni á hljóðbók ???? og er hún aðgengileg á streymisveitum og á vefsíðu Hins íslenska biblíufélags.

Sunnudagaskóli og messa eru á sínum stað 23. febrúar kl. 11. Sr. Helga Kolbeinsdóttir þjónar fyrir altari með aðstoð Þóreyjar Eyþórsdóttur messuþjón. Dúettinn Heiður leiðir kirkjugesti í söng. Súpa verður í boði eftir stund að fermingarforeldrar og börn sjá um að reiða hana fram og fáum við brauð frá Sigurjóni bakara. Verið hjartanlega velkomin.