Verið velkomin á jólaball Keflavíkurkirkju 8. des kl. 11. Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leikur fyrir jólatrésdansi. Aldrei að vita nema að jólasveinar kíki í hús. Boðið verður uppá piparkökur, djús og kaffi.
Kl. 20 mun Arnór organisti fá til sín góða gesti. Ungt söng- og tónlistarfólk af Suðurnesjum sem kemur fram ásamt Jónsa í Svörtum fötum og Kór Keflavíkurkirkju. Sr. Erla leiðir stund.
Ungir söngvarar eru Benóný Einar Færseth Guðjónsson, Guðjón Þorgils Kirstjánsson og Júlía Sól Héðinsdóttir.
Hljómsveit skipa einnig ungt og efnilegt tónlistarfólk af svæðinu:
Hlynur Sævarsson – kontrabassi
Magnús Már Newman – trommur
Guðjón Steinn Skúlason – blástur og slagverk
Alexander Grybos – gítar
Arnar Geir Halldórsson – selló og slagverk
auk organista og tónlistarstjóra Arnóri Vilbergssyni á píanó.
Hlynur Sævarsson – kontrabassi
Magnús Már Newman – trommur
Guðjón Steinn Skúlason – blástur og slagverk
Alexander Grybos – gítar
Arnar Geir Halldórsson – selló og slagverk
auk organista og tónlistarstjóra Arnóri Vilbergssyni á píanó.
Öll hjartanlega velkomin á létta aðventusveiflu í Keflavíkurkirkju