Verið velkomin á sunnudag 2. febrúar í Keflavíkurkirkju. Við byrjum á því að taka á móti minnsta fólkinu okkar kl. 11 í sunnudagaskólann. Leiðtogarnir Helga, Rut, Jón Ingi og Grybos leiða stundina með bænum, söng, brúðuleikhúsi og biblíusögum.

Verið velkomin í kvöldmessu í Keflavíkurkirkju 2. febrúar kl. 20. Vetur ríkir úti en inni í kirkju er hægt að ylja sér við Guðsorð og fallega sálma í helgarlok.

Kórinn okkar leiðir söng undir stjórn Arnórs organista. Sr. Fritz Már þjónar fyrir altari ásamt Stefáni og Guðrúnu messuþjónum. Þessa fallegu vetrarmynd í auglýsingu tók Garðar Ólafsson ljósmyndari.