Þriðjudag þann 15. október verður fyrsta sorgarerindi af þremur í Keflavíkurkirkju. Í kvöld verður fjallað um samskipti, sambönd og sorg. Sr. Fritz leiðir stundina og fjallar um úrvinnslu áfalla og sorgar í tengslum við hvert umræðuefni. Fólk úr samfélaginu miðlar af reynslu sinni og tónlistardúettinn Heiður flytur okkur fallega tónlist inn í stundina. Öll hjartanlega velkomin.