Á sunnudag 2. nóvember byrjum við kl. 11 á fjölskyldumessu. Leiðtogar sunnudagaskólans Jón Ingi, Rut, Grybos og Helga hlakka til að sjá börnin. Sr. Erla þjónar ásamt Þóreyju og Helgu messuþjónum. Regnbogaraddir syngja undir stjórn Freydísar og Arnórs. Súpa og brauð í Kirkjulundi að stund lokinni í boði sjálfboðaliða kirkjunnar ásamt fermingarforeldrum og börnum. Sigurjón bakari gefur brauð. Öll hjartanlega velkomin.

Kl. 20 er Allra heilagramessa. Sr. Erla þjónar ásamt Halldóru og Helga messuþjónum. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs. Starfsfólk HSS og prestur lesa nöfn þeirra sem létust á árinu. Keflavíkurkirkja ásamt HSS bjóða uppá kvöldkaffi. Verið velkomin í allra heilagramessu.