Verið hjartanlega velkomin í Kvikumessu í Keflavíkurkirkju á sunnudaginn næsta 10. nóv kl. 11. Þemað er samfélagsleg sorg og áföll. Sunnudagaskólaleiðtogar taka vel á móti börnunum í kirkjuna og halda þau svo áfram í Kirkjulundi. Sr. Fritz Már þjónar ásamt Brynju og Elvu sem eru messuþjónar. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Súpa og brauð í boði fermingarforeldra og barna að athöfn lokinni.