Fjórða sagnakvöldið í Keflavíkurkirkju í tilefni af 110 ára vígsluafmælis.
Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir fyrrum formaður sóknarnefndar segir frá tíma sínum í sóknarnefnd og þegar kirkjan var verulega skuldsett. Þar nýtti hún hugmyndafræði hinnar hagsýnu húsmóður til að snúa dæminu við en ekki mörg höfðu trú á hugmyndafræðinni en hún virkaði.
Heimilisfriður verður á boðstólnum ásamt kaffi en það er uppáhalds kaka Ragnheiðar Ástu og á vel við tilefnið.
Öll hjartanlega velkomin.