Næsta sunnudag verður tónlistarveisla í Keflavíkurkirkju þegar allir kórar í Keflavíkurkirkju eru með hátíðartónleika í tilefni af Orgóber – orgelmánuði en einnig af því að frúin okkar, Keflavíkurkirkja, á 110 ára vígsluafmæli í ár.

Um er að ræða fjóra kóra; Kór Keflavíkurkirkju, Eldey kór eldri borgara, Himinn & jörð ungmennakór og Regnbogaraddir barnakór. Kórsöngvarar á aldrinum 6 – 91 árs, samtals 100 manna kór og hljómsveit.

Frítt er inn og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.