Verið velkomin í 110 ára afmæli á sunnudag 16. febrúar kl. 11. Börnin byrja eins og venja er í kirkjunni með leiðtogunum Rut, Jóni Inga, Grybos og Helgu og svo munu þau fara í afmælis sunnudagaskóla í Kirkjulund og nýtt bænatré verður kynnt í tilefni afmælisins. Prestarnir okkar sr. Fritz Már og Erla munu þjóna ásamt messuþjónum Páli og Jóninu. Kórinn okkar leiðir söng undir stjórn Arnórs organista. Eftir hátíðarstund verður boðið upp á léttar veitingar í Kirkjulundi. Sjáumst!