Fimmtudag 7. nóv kl. 20 mun Guðmundur Brynjólfsson djákni vera með ljóðauppistand með kristinlegum blæ. Guðmund þekkja margir en hann hefur komið víða við í kirkjulegu starfi en einnig sem skáld og rithöfundur. Guðmundur er fæddur og uppalinn á Vatnsleysuströnd.
Guðmundur er ásamt því að hafa lokið prófi í djáknafræði, með gráðu í bókmennta- og leiklistarfræðum og hefur lagt stund á rannsóknir á leiklist og menningarsögu.
Guðmundur gaf nýlega út ljóðabók sem ber nafnið Hrópað úr tímaþvottavélinni og mun hann vera með „ljóðauppistand“ upp úr henni.
Að hlusta á Guðmund er ávallt létt og hressandi, blanda af húmor og alvarlegum undirtóni.
Það verður heitt á könnunni og nýbakaðar smákökur.
Öll hjartanlega velkomin