Pálmasunnudag 13. apríl kl. 11. 

Á Pálmasunnudag er fjölskyldumessa og sunnudagaskóli kl. 11. Regnbogaraddir í Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Freydísar og Arnórs. Sr. Helga Kolbeinsdóttir þjónar fyrir altari.

Skírdagskvöld 17. apríl kl. 20

Á skírdagskvöld kl. 20 er Taizemessa og altarisganga. Kórinn okkar flytur fallega taizesálma og afskrýðir altarið með táknrænum hætti. Fimm rauðar rósir verða lagðar á altarið sem tákn fyrir sár Krists á krossinum. Sr. Erla þjónar ásamt Guðrúnu og Stefáni sem eru messuþjónar.

Föstudagurinn langi 18. apríl kl. 14

Á föstudaginn langa er messa kl. 14. „Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ eru orð Jesú á krossinum og orð dagsins sem helgaður er þeim sorglega atburði þegar mennirnir tóku Jesú höndum, húðstrýktu, hæddust að og hengdu upp á kross. Í messunni hugleiðum við dekkri hliðar lífsins og píslarsagan verður reifuð. Sr. Fritz Már þjónar ásamt Brynju sem er messuþjónn. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng undir stjórn Arnórs.

Páskadagur 20. apríl kl. 9

Á Páskadagsmorgun er hátíðarmessa kl. 9. Kirkjan kallar til hátíðarmessu árla dags til að minnast morgunsstundar endur fyrir löngu og þeirrar fregnar sem þá var flutt og enn vekur von og gleði um heimsbyggðina alla. Kristur er upprisinn! Páskarnir eru sigurhátíð lífsins og við fögnum þeirri gjöf sem okkur hefur öllum hlotnast – hlutdeild í eilífðinni. Boðið verður uppá morgunbrauð og sérbökuð ásamt rjúkandi kaffi að lokinni stund. Sr. Erla og Fritz Már þjóna ásamt Páli og Jónínu messuþjónum. Kórinn okkar flytur hátíðartóna undir stjórn Arnórs organista.

Annar í páskum 21.  apríl kl. 11

Sunnudagaskóli og páskaeggjaleit kl. 11. Í upphafi gleðidaga verður sunnudagaskóli með biblíusögustund, söng og páskaeggjaleit. Leiðtogarnir Helga, Grybos, Jón Ingi og Rut bjóða börn og fjölskyldur velkomin í helgidóminn til gleðistundar.