Verið velkomin í Keflavíkurkirkju á sunnudaginn næsta 3. nóvember. Við byrjum daginn á skemmtilegri Fjölskyldumessu kl. 11 í umsjá Ívars Valbergssonar djákna og sunnudagaskólaleiðtogum þeim Helgu, Grybosi, Jóni Inga og Rut. Regnbogaraddir barnakór Keflavíkurkirkju munu syngja undir stjórn kórstjóra. Þórey og Helga eru messuþjónar. Fermingaforeldrar sjá um að reiða fram dýrindissúpu að guðsþjónustu lokinni.