Verið velkomin í Keflavíkurkirkju sunnudag 12. október kl. 11. Leiðtogar sunnudagaskólans Rut, Jón Ingi, Helga og Grybos taka vel á móti smáfólkinu. Sr. Fritz Már þjónar ásamt Kristínu og Sigurbjörtu messuþjónum. Kórinn okkar syngur undir stjórn Arnórs organista. Súpa og brauð í Kirkjulundi að stund lokinni sem reidd er af fermingarbörnum og foreldrum ásamt sjálfboðaliðum kirkjunnar. Sjáumst!