Fyrsti viðburður Orgóber – orgelmánaðar er sunnudag 5. október kl. 20. Þá munu Aron Axel Cortes baritónn og Rúnar Þór Guðmundsson tenór syngja valdar aríur við orgelleik Arnórs B. Vilbergssonar organista Keflavíkurkirkju. Öll hjartanlega velkomin og frítt er inn á viðburðinn.