Það verður mikið um dýrðir hér í Keflavíkurkirkju í október þegar Orgóber – orgelmánuður verður haldin. Orgóber er tileinkaður drottningu hljóðfæranna, sjálfu orgelinu. Tónlistarviðburður í tengslum við Orgóber verður á hverjum sunnudegi í október, þar sem orgelið kemur við sögu.

Dagskrá í Orgóber:

5. október kl. 20. Aríur og orgel. Aron Axel Cortes, baritónn og Rúnar Þór Guðmundsson, tenór flytja aríur við orgelleik.

12. október kl. 20. Translations. Arngerður María Árnadóttir, orgel og Una Sveinbjarnardóttir, fiðla. Arngerður og Una flytja eigin tónverk. Spunakennd og heillandi tónlist þar sem pípuorgel og fiðla leiða saman magnaðan hljóðheim.

19. október kl. 20. Trio Agostini – McGuire. Um er að ræða tvö frönsk horn og orgel. Angelo Agostini horn, Jeffrey A. McGuire horn og Fabio Agostini, orgel. Spilar tríóið klassíska tónlist eftir þekkta meistara.

26. október kl. 17. Hátíðartónleikar allra kóra í Keflavíkurkirkju. Regnbogaraddir barnakór, Himinn og Jörð ungmennakór, Kór Keflavíkurkirkju og Eldey, kór eldriborgara syngja saman undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar stjórnandi og Freydísar Kneifar Kolbeinsdóttur stjórnanda barnakóra.

31. október – Hrekkjavaka í Keflavíkurkirkju frá kl. 18-20. Börnunum er boðið í draugahús í Keflavíkurkirkju undir draugalegum orgeltónum Arnórs organista. Hver veit nema djákninn frá Myrká mætir.

Öll hjartanlega velkomin á Orgóber – orgelmánuð í Keflavíkurkirkju. Frítt er á alla viðburði í Orgóber. Hlökkum til að sjá ykkur fagna með okkur orgelinu drottningu hljóðfæranna.