Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir

Ragnheiður Ásta Jónsdóttir fyrrverandi formaður Sóknarnefndar Keflavíkurkirkju segir frá helstu verkefnum í sinni stjórnartíð en þar ber hæst rekstur Kirkjulundar, safnaðarheimilis Keflavíkurkirkju og endurgerð á kirkjuskipi þar sem kirkjan var færð aftur til fyrra hofs.
Ragnheiður Ásta segist hafa notast við hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður sem ekki allir skildu, en skilaði sínu.

Páll V. Bjarnason

Páll V. Bjarnason arkitekt kom að endurgerð á kirkjuskipi Keflavíkurkirkju þar sem markmiðið var að endurheimta formfagra og sílhreina kirkju Rögnvaldar Ólafssonar en til þess þurfti að sækja efni bæði til Byggðasafns Reykjanesbæjar og skoða leifar sem enn mátti finna undir nýrri tíma viðbótum. Páll er stoltur af verki sínu sem hann telur mikla ánægju með þótt breytingarnar hafi kallað á viðbrögð á sínum tíma.