Verið velkomin í sunnudagaskóla og messu í Keflavíkurkirkju 16. mars kl. 11. Leiðtogar sunnudagaskólans taka vel á móti börnunum. Sr. Fritz Már þjónar ásamt Brynju sem er messuþjónn. Alexander Grybos sér um tónlistina. Súpa og brauð í boði í Kirkjulundi að athöfn lokinni. Verið hjartanlega velkomin.