Unglingakórinn FriFraVoce frá þýska sambandslandinu Rheinland Pfalz hefur dvalið á Íslands síðustu daga. Kórinn óskaði eftir samstarfi við íslenskan kór og hafði Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, milligöngu um að Vox Felix myndi vinna með kórnum.

Þau sungu saman í Skálholti síðustu helgi og bjóða uppá tónleika miðvikudagskvöldið 22. júlí kl.20 í Keflavíkurkirkju.  Kórarnir munu syngja hvor fyrir sig og einnig saman. Aðgangur ókeypis.

Næsta sumar heldur Vox Felix í söngferð til Þýskalands á vegum FriFraVoce kórsins.