Kór Keflavíkurkirkju heldur vortónleika sína í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 19. maí. Efnisskrá þessara tónleika ber þess merki að kórinn heldur í söngferð til Ítalíu í júní.
Aðgangseyrir er einungis kr. 500 og rennur í ferðasjóð kórsins. Verið öll hjartanlega velkomin!