KFUM&KFUK Suðurnes ásamt Keflavíkurkirkju bjóða til vorhátíðar þann 5. maí frá kl. 13-15.
KFUM&KFUK leiða stund ásamt sunnudagaskólaleiðtogum.
Regnbogaraddir syngja. Drottningin sem kann allt nema… kemur í heimsókn ásamt skósvein sínum.
Andlitsmálning og glimmer, ratleikur, grillaðar pylsur og hoppukastali.
Verið hjartanlega velkomin.