Þá er komið að árlegri vorferð Keflavíkurkirkju og ætlum við að heimsækja hina sögufrægu Hvalsneskirkju. Við fáum fróðleik um þessa fallegu kirkju og heyrum líka Biblíusögu. Þá mætir Systa með gítarinn og við syngjum saman, það verður eitthvað fyrir alla, unga sem eldri. Eftir stund í kirkjunni verður farið í lautarferð og er fólk hvatt til að koma með nesti og klætt eftir veðri. Við hittumst öll við kirkjudyr Hvalsneskirkju þann 21. maí klukkan 11:00 með bros á vör!

Hér er Facebook viðburðurinn