Sunnudagaskólinn verður með biblíusögu, bæn og kröftugum söng sunnudaginn 17. sept. kl. 11. Jóhanna María, Jón Árni og Helga sjá um barnastundina. Hjónin Ólöf Sveinsdóttir og Kristinn Þór Jakobsson eru messuþjónar og fermingarforeldrar ásamt súpuþjónum bera fram súpu og brauð.

Á sama tíma er messa í kirkjuskipinu. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja við undirleik Arnórs organista. Sr. Erla mun predika útfrá guðspjallinu sem segir frá manni er hafði legið nær mannsævi við heilsulindina í Betesda.

 

Verið öll velkomin