Fimmtudagurinn 30. maí er uppstigningardagur.

Það var í tíð hr. Péturs Sigurgeirssonar biskups Íslands, að ákveðið var að tileinka öldruðum daginn. Víða er því öldruðum sérstaklega boðað til helgihalds á þessum degi.

Í Keflavíkurkirkju verður guðsþjónusta kl. 14. Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum, syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Sr. Erla Guðmundsdottir þjónar.

Boðið verður upp á kaffi og kleinur að lokinni messu í Kirkjuundi.