Fimmtudagur 10. maí kl. 13

Uppstigningardagur er kirkjudagur aldraðara á Íslandi. Víða er því öldruðum sérstaklega boðað til helgihalds á þessum degi. Í Keflavíkurkirkju verður guðsþjónusta kl. 13.

Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum, syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Prestur er sr. Fritz Már Jörgensson. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti í Kirkjulundi að lokinni guðsþjónustu.

Þennan sama dag kl. 17 heldur Eldey árlega vortónleika í Kirkjulundi. Verið öll velkomin