Ykkur til upplýsinga um starf Keflavíkurkirkju á meðan samkomubann gildir vegna COVID-19
Skrifstofa kirkjunnar verður opin þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 10-12 fram yfir samkomubann.
Sími kirkjunnar 4204300 verður opinn eins og vanalega.
Allt formlegt starf Keflavíkurkirkju fellur niður: Messur, sunnudagaskóli, æskulýðsstarf, kóræfingar og annað safnaðarstarf fram yfir samkomubann. Fermingar vorsins falla einnig niður og flytjast til sumarloka.
Prestar Keflavíkurkirkju verða á vaktinni til að sinna sálgæslu. Best er að senda þeim tölvupóst: erla@keflavikurkirkja.is og fritz@keflavikurkirkja.is og panta þannig viðtal eða símtal hjá presti. Við munum setja reglulega fram upplýsingar á heimasíðu og facebook síðu kirkjunnar og hvetjum fólk að fylgjast vel með þar.
Drottinn er góður, athvarf á degi neyðarinnar, hann annast þá sem leita hælis hjá honum
(Nahúm 1:7)