Ummyndun Jesú á fjallinu er til umræðu í predikun næsta sunnudag. Þá er messa kl. 11. Kórfélagar syngja undir stjórn Arnórs organista. Linda Gunnarsdóttir er messuþjónn en hjónin Jóhanna og Jóhann Sævar eru súpuþjónar ásamt fermingarforeldrum. Eins og hvern sunnudag sækir Jón okkar Ísleifsson brauðið sem Sigurjónsbakarí gefur. Sr. Erla Guðmundsdóttir er prestur þessa sunnudags.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í umsjón Unnar, Jóns Árna og Helgu. Biblíusagan er Jesús stillir storminn. Sungið verður af krafti og auðvitað eru límmiðar í lokin.

Verið velkomin þennan svokallaða síðasta sunnudag eftir þrettánda