Sunnudagurinn 29. apríl kl. 11

Í tilefni af Barnahátíð fá við heimsókn í Keflavíkurkirkju af Stoppleikhópnum  með leiksýninguna Ósýnilegi vinurinn. Verkið segir frá Jónatan Finkeltopp og Pálu Pimpen er kynnast einn daginn og verða vinir. Saman eiga þau eftir að læra ýmislegt, t.d að kunna að fyrirgefa og sættast. Í leikritinu er brugðið upp skemmtilegum frásögnum úr sköpunarsögu Biblíunnar og samskipti kynjanna fá einnig sinn skerf, ásamt hæfilegum skammt af kærleika. Verið öll velkomin

 

Sunnudagskvöldið 29. apríl kl. 20

Um kvöldið þennan sunnudag verðum við á hugljúfum og léttum nótum með Vox Felix félögum í kvöldmessu. Arnór og sr. Erla leiða stundina í söngvum, bænum og biblíufrásögn.