Á þessum síðasta sunnudegi kirkjuársins, 25. nóvember kl. 11, verður að vanda sunnudagaskóli en messan verður þó með öðrum hætti en vanalega. Arnór organisti ætlar að geyma orgelskóna en draga fram úgúlele og leika undir söng Kórs Keflavíkurkirkju með því einfalda en einstaka hljóðfæri.

Systa, Helga og Jóhanna hafa umsjón með sunnudagaskólanum.

Súpa og brauð borið fram af súpuþjónum og fermingarforeldrum.

Harpa Jóhannsdóttir er messuþjónn og sr. Erla Guðmundunsdóttir þjónar.