Sunnudaginn 16. september kl. 11 verður að vanda messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju.
Þó verður messan með öðrum hætti en vanalega. Arnór organisti ætlar að geyma orgelskóna þennan dag, draga fram úgúlele og leika undir söng Kórs Keflavíkurkirkju með því einfalda en einstaka hljóðfæri.
Systa og sunnudagaskólaleiðtogar halda utan um barnastundina.
Súpa og brauð borið fram af súpuþjónum og fermingarforeldrum.
Sr. Erla Guðmundunsdóttir og messuþjónar bjóða ykkur velkomin og leiða messuna.