Mikið er um dýrðir þessa dagana í Keflavíkurkirkju. Síðasta sunnudag var fullt út að dyrum í barnastarfinu og hvert sæti skipað í hádegissúpunni! Svona viljum við hafa þetta. Næstkomandi sunnudag, 5. október eru tvær messur í kirkjunni. Kl. 11:00 er guðsþjónusta og barnastarf. Sr. Erla Guðmundsdóttir, Systa, Esther og Anna Hulda stýra barnastarfinu. Arnór Vilbergsson er við hljóðfærið og leiðir hóp kórfélaga í söngnum. Messuþjónar lesa texta og súpuþjónar töfra fram súper-veitingar. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Kl. 20:00 er svo æðruleysismessa með léttri tónlist og vitnisburði. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.